Bóndinn og verksmiðjan

Heimildamyndin Bóndinn og verksmiðjan verður frumsýnd í Bíó Paradís laugardaginn 18. Október. kl. 17 í samstarfi við Landvernd. Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborg 2025

Miðakaup hér

Heimildamyndin Bóndinn og verksmiðjan eftir Barða Guðmundsson og Hrafnhildi Gunnarsdóttur var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni 2025 eftir ellefu ár í vinnslu og hlaut þar áhorfendaverðlaunin.

Myndin segir áhrifamikla sögu bóndans að Kúludalsá í Hvalfirði sem missti tug hrossa sinna eftir mengunarslys hjá álverinu Norðuráli árið 2006 og mengunar sem augljóslega kemur frá álverinu árlega. Ballið hófst þegar flúorhreinsibúnaður verksmiðjunnar bilaði sem olli því að flúor dreifðist út í andrúmsloftið, í jarðveg og vatn með alvarlegum afleiðingum fyrir búfé. Við tók áralöng barátta bóndans fyrir réttlæti.

Þrátt fyrir endurtekið ákall fékk bóndinn litla aðstoð frá yfirvöldum og var jafnvel kennt um veikindin sjálfri. Óháð rannsókn leiddi síðar í ljós að hross í Hvalfirði báru fjórfalt meira magn flúors í beinum sínum en annars staðar á landinu. Aðrar rannsóknir sýna líka aðra mengun frá iðjuverunum á Grundartanga eins og t..d koldíoxíð. Rannsókn sem tveir virtir vísindamenn framkvæmdu komst að þeirri niðurstöðu að veikindin mætti rekja til flúormengunar frá verksmiðjunni, þar sem flúor má auðveldlega rekja í beinum og tönnum búfjár.

Þrátt fyrir niðurstöðurnar tapaði bóndinn öllum málum sem hún höfðaði gegn verksmiðjunni, íslenska ríkinu og Umhverfisstofnun og fékk engar bætur. Yfir tuttugu hross hafa verið felld vegna veikindanna.

Bóndinn og verksmiðjan er átakanleg saga af baráttu einstaklings gegn stórfyrirtæki og afskiptaleysi yfirvalda. Með áhorfendaverðlaununum á Skjaldborg fær sagan þann hljómgrunn sem hún á skilið – sem persónuleg frásögn, umhverfisádeila og áminningu um ábyrgð stjórnvalda að þeim beri að tryggja að stóriðjan valdi ekki skaða í nær og fjærumhverfi sínu.

Myndin verður sýnd í samstarfi við Landvernd og önnur náttúrverndarsamtök.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd