Borgarafundur um brennisteinsvetnismengunina frá jarðhitavirkjunum OR

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd og fleiri samtök efna til borgarafundar um brennisteinsvetnismengun frá jarðhitavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur. Fulltrúar allra framboða í komandi borgarstjórnarkosningum hefur verið boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 19.30.

Nokkur íbúasamtök, umhverfisverndarfélög, foreldrafélag og Astma- og ofnæmisfélag Íslands efna til borgarafundar um brennisteinsvetnismengun frá jarðhitavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur. Fulltrúar allra framboða í komandi borgarstjórnarkosningum hefur verið boðið að taka þátt í pallborðsumræðum um stefnu framboðanna á þessu sviði, en Reykjavíkurborg er aðaleigandi Orkuveitu Reykjavíkur.

Yfirskrift fundarins er: Brennisteinsvetnismengun – eru heilsa okkar og fjármunir í hættu? Hann verður haldinn í Norðlingaskóla þriðjudaginn 27. maí kl. 19.30. Húsið opnar kl 19.00. Fundarstjóri verður Svavar Halldórsson.

Frá árinu 2006 hefur styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni aukist mjög. Vitað er að brennsteinsvetni hefur áhrif á ýmis konar rafeindabúnað og byggingarefni og einnig eru vísbendingar um að það hafi áhrif á heilsu fólks. Orkuveita Reykjarvíkur hefur ekki tekið málið föstum tökum og síðustu tíu ár hafa jarðhitavirkjanir Orkuveitunnar losað um 200 þúsund tonn af brennisteinsvetni út í andrúmsloftið.

Að fundinum standa:

  • Íbúasamtök Norðlingaholts
  • Íbúasamtök Árbæjar, Ártúnsholts og Seláss
  • Íbúasamtök Grafarholts
  • Íbúasamtök Grafarvogs
  • Íbúasamtök Mosfellsbæ
  • Foreldrafélag Waldorfskólanna á Lækjarbotnum
  • Landvernd umhverfisverndarsamtök
  • Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands
  • Astma- og ofnæmisfélag Íslands
Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top