Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi

Draga þarf úr losun gróðurhúsalofttegunda um 15% á ári fram til ársins 2030, landvernd.is
Aðalfundur Landverndar ályktaði um nauðsynleg viðbrögð við auknum ferðamannastraumi til Íslands og áhrifum þess á náttúru landsins.

Aðalfundur Landverndar, haldinn 13. apríl 2013, ályktaði um nauðsynleg viðbrögð við auknum ferðamannastraumi til Íslands og áhrifum þess á náttúru landsins:

Aðalfundur Landverndar 2013 lýsir áhyggjum sínum af auknu álagi og yfirvofandi skemmdum á viðkvæmum náttúruperlum af völdum ferðamanna og hvetur alla aðila sem láta sig málið varða, að taka höndum saman um að móta leiðir og skipulag þannig að stýra megi ferðamennsku á Íslandi, með þeim hætti, að ekki hljótist af tjón á náttúru landsins.
Í ljósi þeirrar fjölgunar ferðamanna sem búist er við á næstu árum undirstrikar fundurinn mikilvægi náttúruverndar, ekki eingöngu náttúrunnar sjálfrar vegna, heldur einnig vegna samfélagsins alls, þar sem náttúra l

andsins er hennar helsta auðlind. Mikilvægt er að ríkisstjórn og sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, fræðasamfélagið og umhverfis- og útivistarsamtök komi að málinu.
Líta ber til ýmissa aðferða, þ.m.t. uppbyggingu innviða, takmörkunar með kvótum og tímabundnum lokunum, gjaldtöku, o.fl. Slíkar aðgerðir þurfa að byggja á auknum rannsóknum og vöktun á umhverfislegum og félagslegum þolmörkum svæða.
Aðalfundur Landverndar telur jafnframt að nýta megi friðlýsingu landsvæða í þeim tilgangi að skipuleggja landnýtingu, þ.m.t. ferðamennsku, þannig að hún bitni sem minnst á náttúru landsins. Þetta á ekki síst við á miðhálendi Íslands. Til að tryggja yfirsýn, heildræna stefnu og skynsama forgangsröðun telur aðalfundur Landverndar jafnframt nauðsynlegt að sameina málefni verndaðra svæða á Íslandi undir eina stjórn.

Lesa ályktun Landverndar

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd