Allir geta lagt sitt af mörkum við að vernda hafið.
Búið er að opna fyrir umsóknir í Bláfánann. Umsóknarfrestur rennur út 19. janúar 2018. Allar nánari upplýsingar um verkefnið veitir verkefnisstjóri Bláfánans, Salome Hallfreðsdóttir, í síma 552 5242 eða í salome@landvernd.is. Eins má nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu verkefnisins.
Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki, haf- og strandsvæði, draga úr umhverfisáhrifum með kerfisbundnum hætti, bæta öryggi og efla umhverfisvitund.