Farið verður í gönguferð laugardaginn 26. október um Hengilssvæðið með Ferðafélagi Íslands og Landvernd.
Ekið verður upp á Hellisheiði og að Skarðsmýrarfjalli. Ef færð leyfir verður ekið upp á fjallið að vestanverðu. Gengið verður austur eftir fjallinu og niður af því um stórt misgengi niður í Þrengsli norðan við fjallið. Þaðan verður gengið niður í Miðdal og skoðaður jarðhiti sem þar er. Síðan verður gengið meðfram Skarðsmýrarfjalli að borholum sunnan fjallsins þar sem rútan mun bíða okkar.
Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 10:00. Verð er krónur 3000,- fyrir félagsmenn í FÍ og Landvernd, en krónur 4000,- fyrir aðra. Innifalið er rúta og fararstjórn. Leiðsögumaður er Einar Gunnlaugsson og fararstjóri Rannveig Magnúsdóttir. Gangan tekur 3-4 klst. og er auðveld og hentar öllum aldurshópum.
Hafið samband við Ferðafélag Íslands í gegnum tölvupóstfangið fi@fi.is eða í síma 568-2533 til að skrá þátttöku í ferðina.