Eco Schools 25 ára

Eco Schools (FEE) verkefnið á 25 ára afmæli nú í ár. Samtökin fagna 25 ára farsælu starfi í umhverfismennt og menntun til sjálfbærni fyrir nemendur á aldrinum 3 - 20+ ára

Eco Schools (FEE) verkefnið á 25 ára afmæli nú í ár. Samtökin fagna 25 ára farsælu starfi í umhverfismennt og menntun til sjálfbærni fyrir nemendur á aldrinum 3 – 20+ ára. Á Íslandi hefur verkefnið Skólar á grænni grein (Grænfáninn) verið við lýði síðan 2001 og nú eru um 200 skólar á öllum skólastigum þátttakendur.

I´ve got the power! – Ég hef völdin!Í tilefni af 25 ára afmælinu er í gangi videóherferð frá 15. apríl – 3. maí (sjá hér). Herferðin felur í sér að kynna verkefnið, afmælisárið og þær áherslur að umhverfi okkar og náttúra eru lykilatriði í velmegun okkar. Þátttaka yngri kynslóðarinnar skiptir miklu máli og getu þeirra til aðgerða þarf að efla með öllum ráðum.

Markmið herferðarinnar er að virkja sem flesta innan Grænfánaverkefnisins, börn, kennara, stjórnendur, sjálfboðaliða og önnur samtök. Tímamörkin eru frá 15. apríl – 3. maí og eru skólar hvattir til þátttöku með því að senda inn myndband með stuttum umhverfisskilaboðum (hér eru leiðbeiningar). Fleiri upplýsingar má nálgast hér. (Upphafs- og endaglæru er að finna í möppunni „Sample Campaign Videos“).

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd