Efling græna hagkerfisins: Opinn fundur 11. apríl kl. 12 í Þjóðminjasafninu

Efling græna hagkerfisins: Opinn fundur 11. apríl kl. 12 í Þjóðminjasafninu

Landvernd og Félag umhverfisfræðinga á Íslandi efna til opins fundar um þingsályktun um eflingu græna hagkerfisins. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 11. apríl kl. 12:00-13:30.

Erindi:

Grænt hagkerfi – lykill að sjálfbærri atvinnustefnu.
Skúli Helgason, alþingismaður.

Sveitarfélagið Vogar – tilraunasveitarfélag í græna hagkerfinu.
Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar Voga.

Hvað amar að hagvaxtarhagkerfinu – kvef eða krabbamein?
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar.

Fundarstjóri er Kjartan Bollason, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi.

Alþingi samþykkti nýverið þingsályktunartillögu um eflingu græna hagkerfisins með öllum greiddum atkvæðum. Í ályktuninni er kveðið á um 48 leiðir til þess að efla grænt hagkerfi hér á landi, þar á meðal að allir nýir rammasamningar ríkisins um innkaup uppfylli viðmið í umhverfisskilyrðum í þeim vöruflokkum þar sem slík skilyrði hafa verið útbúin og að efnt verði til fimm ára átaksverkefnis með það að markmiði að auka erlendar fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi. Skúli Helgason alþingismaður var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd