Framkvæmdastjóri Landverndar segir skerðingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja og stórnotenda ekki afsökun til að virkja meira. Telur hún frekar þörf á því að efla rafflutningskerfið og endurskoða hvernig tryggja megi raforku yfir háveturinn eða á þeim tíma sem að raforkuframleiðslan er sem lægst.
Landsvirkjun tilkynnti á dögunum að ákvörðun hefði verið tekin um að skerða afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja og stórnotenda með skerðanlega skammtímasamninga strax, en ekki í janúar líkt og upphaflega var áætlað.
Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar hefur áætlaði að skerðingin á raforku til fiskimjölsverksmiðja muni kalla á aukna olíunotkun upp á 20 milljón lítra. Nemur það um 54.400 tonnum af kolefnisígildum og mun kolefnisspor íslensks sjávarútvegs margfaldast.