Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. Tíu verkefni komust í undanúrslit árið 2020. Verkefnin voru af ólíkum toga og komu frá framhaldsskólum víðsvegar af landinu. Fjórar stúlkur á Laugarvatni gengu í hús og söfnuðu fötum sem fólk var hætt að nota. Að því loknu saumuðu þær eitt stórt fatateppi til þess að vekja athygli á fatasóun í heiminum. Á teppið skrifuðu þær skilaboð með nokkrum sláandi staðreyndum um fatasóun.
Nemendurnir heita Þóra Björg, Guðný Salvör, Embla Sól og Sigríður Ósk og eru voru þær á fyrsta ári í Menntaskólanum á Laugarvatni þegar verkefnið var unnið. Þær vilja að fólk noti fötin sín lengur, endurnýti þau og kaupa ekki meira af þeim en þarf. Þau föt sem þær notuðu ekki í fatateppið, settu þær í fatagám Rauða Krossins.
Sjáðu hvernig fatateppið varð til hér fyrir neðan!