Landvernd og Ferðafélag Íslands efndu á dögunum til gönguferðar um jarðhitasvæði í vesturjaðri Reykjanesfólkvangs. Um 25 manns mættu í gönguna í blíðskaparveðri og nutu leiðsagnar Reynis Ingibjartssonar göngubókahöfundar, en hann hefur nýlega gefið út gönguleiðabók um svæðið.
Ferðin er hluti af verkefni sem Landvernd rekur og nefnist Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum, sjá nánar hér á vefsíðu Landverndar. Á myndinni er hópurinn við Sandfell.
Í tengslum við verkefnið verða farnar tvær aðrar ferðir í sumar. Þann 2.-3. júlí verða háhitasvæðin á Þeistareykjum, í Gjástykki, Kröflu og Bjarnarflagi heimsótt, en farið verður í þá ferð frá Akureyri. Þriðja ferðin verður í Vonarskarð 10.-12. ágúst. Sjá nánar hér.
“