Flúðir fagna Grænfánanum á Vorhátíð

Í dag var vorhátíðin okkar haldin og var mikið um að vera hjá okkur í dag. Fyrst voru haldnir Ólympíuleikarnir á túninu við Mjólkursamlagið en þeir eru haldnir í tengslum við Comeniusarverkefnið okkar. Börnunum var skipt í lið eftir þátttökulöndunum og kepptum í ýmsum leikjum og þrautum. Þegar heim var komið hófst grillið og um hádegi tókum við síðan á móti grænfánanum í annað sinn en það var Hafdís Kristjánsdóttir fulltrúi frá landvernd sem afhenti okkur hann.
Síðast en ekki síst voru svo elstu börnin okkar útskrifuð og fengu afhenta rós og útskriftarskjal. Við þökkum öllum þeim fyrir komuna sem sáu sér fært að mæta og eiga góða stund með okkur en það voru margir, bæði foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur.

Í dag var vorhátíðin okkar haldin og var mikið um að vera hjá okkur í dag. Fyrst voru haldnir Ólympíuleikarnir á túninu við Mjólkursamlagið en þeir eru haldnir í tengslum við Comeniusarverkefnið okkar. Börnunum var skipt í lið eftir þátttökulöndunum og kepptum í ýmsum leikjum og þrautum. Þegar heim var komið hófst grillið og um hádegi tókum við síðan á móti grænfánanum í annað sinn en það var Hafdís Kristjánsdóttir fulltrúi frá landvernd sem afhenti okkur hann.
Síðast en ekki síst voru svo elstu börnin okkar útskrifuð og fengu afhenta rós og útskriftarskjal. Við þökkum öllum þeim fyrir komuna sem sáu sér fært að mæta og eiga góða stund með okkur en það voru margir, bæði foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd