Í kjölfar Gamlársboðanna eru mörg almenningssvæðin þakin rusli
Þetta Hvatningarátak miðar að því að styrkja samfélagslega vitund fólks og byrja nýja árið með stæl. þetta er jákvætt og ábyrgt framtak sem eykur umhverfisvitund okkar allra. Við eigum víst bara eina jörð og við berum ábyrgð á henni saman.
Ætlunin er að taka þetta sameiningarskref út um allt land! Fólk mun hópast saman á mismunandi stöðum Líklega í hverju bæjarfélagi, en lengi má bæta í upphafsstaðsetningarnar svo við biðjum ykkur að vera vakandi fyrir skilaboðum hér á viðburðinum!
Hvort sem þú býrð í Reykjavík eða ekki þá hvetjum við þig til þess að kíkja út klukkan 14:00 á nýársdag og hreinsa þitt næsta nærumhverfi.
Hægt er að pósta myndum með #glitternolitter eða merkja Landvernd á samfélagsmiðlum því við erum svo ánægð með ykkur sem takið þátt.
MÆTING:
Þau sem hittast í Hljómskálagarðinum geta fylgt hópnum yfir á Klambratún
Þau sem hittast í Laugarnesi geta fylgt hópnum að Laugardalslaug
Þau sem hittast hjá Kópavogskirkju geta fylgt hópnum um Hamraborg að Rútstúni
Þau sem hittast hjá Firðinum geta fylgt hópnum um svæði miðbæjar Hafnarfjarðar og um strandlengjuna
Við erum hérna saman og margt smátt gerir eitt stórt!


