Frá vitund til verka: Næring náttúrunnar – rómantík eða raunveruleiki?

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd og Norræna húsið hleypa af stokkunum fyrirlestraröðinni Frá vitund til verka um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum miðvikudaginn 17. október kl. 16 í Norræna húsinu.

Miðvikudaginn 17. október kl. 16 hleypa Landvernd og Norræna húsið af stokkunum fyrirlestraröðinni Frá vitund til verka um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum. Í fyrirlestraröðinni verður fjallað um hvernig megi brúa bilið milli þekkingar, viðhorfa og athafna í þágu umhverfis- og náttúruverndar og lögð áhersla á framlag einstaklinga og samfélaga.

Fyrsti fyrirlesarinn er Páll Jakob Líndal, doktorsnemi í umhverfissálfræði við Háskólann í Sydney í Ástralíu. Fyrirlestur Páls Jakobs nefnist Næring náttúrunnar – rómantík eða raunveruleiki? Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu og fjallar um samspil fólks og náttúru, þær væntingar sem fólk almennt gerir til náttúrunnar, áhrif náttúrunnar á heilsufar og hvernig jákvæð áhrif náttúrunnar geta hvatt fólk til aukinnar vitundar og virðingar gagnvart henni.

Hér að neðan er að finna frekari upplýsingar um fyrirlestur Páls Jakobs og heildardagskrá fyrirlestraraðarinnar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top