Skemmtilegur viðburður verður í Alviðru næsta laugardag kl. 14. Þar munum við skyggnast inn í líf plantna, lífsins í Soginu og fuglanna. Náttúrufræðingarnir Einar Þorleifsson, Rannveig Thoroddsen og Skúli Skúlason leiða létta fræðslugöngu. Dagskráin hefst á hlaði Alviðru. Síðan verður haldið að Þrastalundi og gengið um skóginn og meðfram Soginu. Fræðslugangan er ætluð fólki á öllum aldri og börnin eru svo sannarlega velkomin. Takið með viðeigandi hlífðarfatnað og kíkir gæti komið að notum. Við lok göngu verða þjóðlegar veitingar í boði í Alviðrubænum.
Komum saman og njótum fuglasöngs, náttúrulita og fróðleiks um landið sem við unnum.
Meira má sjá á fésbókarsíðu Alviðru
https://fb.me/e/3bDpriqPj