Frétt á RUV „Vilja stöðva framkvæmdir

Frétt á RUV 7. oktober 2012

Stjórn Landverndar hefur sent stjórn Landsvirkjunar bréf þar sem farið er fram á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða 45-90 MW Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stjórn Landverndar hefur sent frá sér.

Þar segir einnig að stjórnin fari fram á það við Landsvirkjun að hún vinni nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar en núgildandi mat er að verða tíu ára gamalt.

Á undanförnum tíu árum hafa orkufyrirtækin öðlast mikilvæga reynslu af rekstri jarðvarmavirkjana og umhverfisáhrifum þeirra sem gæti haft áhrif á niðurstöðu nýs umhverfismats. Í þessu sambandi bendir stjórn Landsvirkjunar sérstaklega á spurningar sem hafa vaknað um mengun frá fyrirhugaðri virkjun, bæði affallsvatns og brennisteinsvetnis. Einnig getur möguleg kæling á grunnvatnsstreymi í kjölfar orkuvinnslu minnkað kísilstreymi til Mývatns, sem er ein undirstaða fjölbreytss lífríkis vatnsins, segir í tilkynningu frá stjórn Landverndar.

Þá kemur fram í fréttatilkynningunni að einstakt lífríki Mývatns skapar því sérstöðu á heimsvísu. Þess vegna segir í nýsamþykktri verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá að það sé skylda núlifandi kynslóðar að varðveita sérstöðu svæðsins

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top