Það á að víggirða þetta land með háspennumöstrum allan hringinn
Hún er meðal þeirra sem berjast hatrammlega gegn lagningu háspennumastra um lönd bænda í Skagafirði og Eyjafirði, meðal annars um sjálft Hraun í Öxnadal. Um er að ræða hundrað kílómetra háspennulínu með risavöxnum möstrum sem myndu setja mikinn svip á landslagið og haft neikvæð áhrif á bæði landbúnaði og ferðamennsku á svæðinu.
Stikla úr myndinni
Frumsýning heimildamyndarinnar Línudans fór fram í gær þann 28. febrúar á Stockfish festival í Bíó Paradís. Myndin fjallar um baráttu bændanna við Landsnet sem vilja leggja háspennulínu yfir verndað svæði og þeirra eignarlönd. Leikstjóri myndarinnar er ólafur Rögnvaldsson.
Að lokinni frumsýningu stýrði ómar Ragnarsson umræðum þar sem rætt var við ólaf Rögnvaldsson leikstjóra myndarinnar, Guðmund Inga Guðbrandsson framkvæmdastjóra Landverndar ásamt Hrafnhildi Brynjólfsdóttur og Karl Ingólfsson, sem bæði koma fram í myndinni.
Næstu sýningar verða:
Fimmtudaginn 2. mars – 20:30 og
Laugardaginn 4. mars – 14:00
“