Laugardaginn 5. júní kl. 14-16 mun Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og höfundur bókarinnar Íslenskur fuglavísir fræða gesti Alviðru um þær fjölbreytilegu fuglategundir sem þar er að finna.
Gengið verður um nágrennið og fuglar skoðaðir í öflugum sjónauka. Gestir eru hvattir til að taka með sér sína eigin sjónauka.
Boðið verður upp á kakó og kleinur að göngu lokinni.
Þátttökugjald er kr. 800 fyrir 15 ára og eldri, ókeypis fyrir börn og félaga í Landvernd, veitingar innifaldar.
Alviðra umhverfisfræðslusetur Landverndar
við Sog, gegnt Þrastalundi.
Upplýsingar í síma 898 1738 og 482 1109