Fundarboð – Almennur félagsfundur um málefni Alviðru

Boðað er til almenns félagsfundar um málefni Alviðru fimmtudaginn 27. október kl. 20 í sal Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á aðalfundi Landverndar 2016 lagði fráfarandi stjórn samtakanna fram tillögu um að nýrri stjórn yrði veitt umboð aðalfundar til sölu á Alviðru í Ölfusi með þeim skilmálum sem finna má í gjafibréfi Magnúsar Jóhannessonar bónda þar frá 1973. Öndverðarnes II í Grímsnesi yrði hinsvegar áfram í eigu núverandi eigenda. Stjórn Landverndar var falið að taka saman öll gögn í málinu, gera þau aðgengileg félagsmönnum og boða til almenns félagsfundar nú í haust til að ræða betur framtíð jarðanna. Boðað er til almenns félagsfundar um málefni Alviðru fimmtudaginn 27. október kl. 20 í sal Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík.

Dagskrá fundar
1. Setning fundar og upprifjun frá aðalfundi
2. Staða Alviðru
3. Almennar umræður
4. Samanteknar niðurstöður
5. Annað

Gögn

Álitsgerð um lagalega stöðu Héraðsnefndar Árnesinga 2004. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd