Garpsdalsganga Landverndar

vindorka garpsdal
Landvernd gekk fyrir heiðar í háska á Múlahyrnu í fallega Gilsfirði í byrjun október í fylgd fróðra heimamanna Dofra frá Kleifum og Bergsveini á Gróustöðum.

garpsferð

Fjörðurinn skartaði sínu fegursta þar sem við gengum upp bratta hlíð í átt að Garpsdalsfjalli, þaðan er frábært útsýni yfir Ólafsdal sem er sögufrægur staður í mikilli endurbyggingu. Á göngu okkar hittum við fólk sem hafði nú sitthvað að segja um yfirvofandi vindorkuframkvæmdir á Garpsdalsfjalli.

örn garpsdal Við virtum fyrir okkur Garpsdalsfjall þar sem skammsýnir menn vilja reisa vindorkuver og breyta sveitinni í iðnaðarsvæði. Á leiðinni að Garpsdal sveimuðu ungir hafernir meðfram háreistum fjallgarðinum og svifu þöndum vængjum okkur gönguferðafólki til mikillar ánægju. Óumdeilanlegt er því að hafernir halda sig á þessu svæði og ósannindi að halda öðru fram. Ferðin var í alla staði frábær og upplýsandi með leiðsögn heimamanna.örn garpsdal örn garpsdal garpar garpar Allt umhverfi Gilsfjarðar, Krókfjarðarness og Reykhólasveitar er ein samfelld náttúruperla við Breiðafjörðinn þar sem eyjarnar liggja eins og perlufesti á haffletinum.Garpferð Útsýni frá Króksfjarðarnesi einstaklega fallegt þar sem göngugarpar stoppuðu í handverksbúð með því skemmtilega heiti ASSA.  Nafnið ASSA vitnar í einkennisfugl Vestfjarða sem lokkar til sín umtalsverðan fjölda ferðamanna sem koma gagngert til að skoða haförninn. garpar garpgarpsdal

 

Ljóst er að vindorkuver á Garpsdalsheiði mun hafa áhrif á hafarnarstofninn við Breiðafjörð en það sama má segja um aðrar vindorkuframkvæmdir á landinu.
Dásamlegur dagur á fjöllum með Breiðafjörð í fangið og ungir hafernir fylgdu okkur á flugi alla leið. Þetta eru heimkynni þeirra og stofninn í hættu vegna þessara áforma.
Tölum með náttúrunni og hugsum okkur 10 sinnum um áður en við framkvæmum. <3
Upplifun göngugarpa

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd