Góð þátttaka í alheimshreinsun

Fjöldi vinnustaða, vinahópa og einstaklinga tóku þátt og reiknast okkur til að yfir 200 manns hafi hreinsað víðsvegar um landið! Allar hreinsanirnar voru skráðar á Íslandskortið á forsíðu Hreinsum Ísland

Landvernd, Blái herinn og Plastlaus september sáu um undirbúning alheimshreinsunar á Íslandi þann 15.september sl. þar sem sjálboðaliðar í 150 löndum sameinuðust í að hreinsa heiminn í nafni átaksins Let’s Do It! World. Fjöldi vinnustaða, vinahópa og einstaklinga tóku þátt og reiknast okkur til að yfir 200 manns hafi hreinsað víðsvegar um landið!

Landvernd hafði samband við öll sveitarfélög landsins og hvatti þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Reykjavíkurborg, Akureyrarbær og Ísafjarðarbær aðstoðuðu hreinsunarhópa og settu upp tímabundnar stöðvar í átakinu, sjá nánari staðsetningar á Íslandskortinu okkar. Facebook hópur átaksins heitir World Cleanup Day Iceland.

Nánari upplýsingar um alheimshreinsunina á heimsvísu má nálgast á heimasíðu alheimshreinsunardagsins World Cleanup Day

Við þökkum fyrir samveruna og aðstoðina og hlökkum til að hreinsa með ykkur á næsta ári!

Hreinsanir sem fram fóru þann 15. september:

Skerjafjörður, frá Nauthólsvík og út Ægissíðuna.

Söngskólinn í Reykjavík hreinsaði nýja nágrenni sitt.

Reykjavíkurborg aðstoðaði íbúa og tók sérstaklega á móti rusli þann 15. september. Móttökusvæði sjást á Íslandskortinu okkar.

Íbúar í Hafnarfirði hreinsuðu og fegruðu umhverfi og náttúru Hafnarfjarðar, ýmsir staðir.

Íbúar í Ölfusi hreinsuðu í nágrenni Þorlákshafnar.

Rannsóknastöðin Rif hreinsaði við Raufarhöfn.

Akureyrarbær hreinsaði strandlengju bæjarins.

Umhverfissamtök Austur Skaftafellssýslu töltu með tilgang í Hornafirði.

Ísafjarðarbær skipulagði hreinsun og tók sérstaklega á móti rusli þann 15. september. Móttökusvæði sjást á Íslandskortinu okkar.

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hreinsaði undir Vogastapa.

Anonymous for the voiceless hreinsuðu Gróttu Island Lighthouse

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd