Goðafoss árið 1000
Sáttmáli á Þingvöllum
Á gullinn streng fossgígju
Goðafoss kveður dátt
vort máttuga guðamál.
Á himinbraut rís Bifröst
regnbogans döggvuð brá
úr brunni Ása Hávamál.
Hví! reiddust gjörvöll goðin
er grópu þau helgu vé?
við Lögberg lýsti gígabál.
Vökull feldi vafinn bað
um virkar sættir að bergja
við Skjaldbreið saman friðarskál.
Vitrun veittist Þorgeiri.
Fosshömrum undir heygði
Óðins ævafornu sál.
Á Garðarshólma gerði
Guð þá merkurdýrum vin
setti þjóð sáttarlögmál.
Þjóðin var á Þingvöllum
í Kristi skírð og kappar
með vopn og Væringjahjálm.
Lífæð lands í árþúsund
að ljósins ósi streymir
um Goðans elfu gljúfrastál.
Höfundur: Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir
Landvernd barst góð kveðja og frumsamið ljóð frá Ólöfu Stefaníu Eyjólfsdóttur í tilefni af friðlýsingu Goðafos