Ganga um háhitasvæði í hættu
Hér eru myndir úr vel heppnaðri fyrstu göngu ársins!
Fjölmennt var á skemmtilegan viðburð þar sem Davíð Arnar leiddi göngufólk um háhitasvæði í Krýsuvík með fræðslu um virkjanir á þessu fallega svæði.
Markmið borananna er að virkja svæðið til öflunar á heitu vatni og rafmagni. Framkvæmdirnar vekja upp spurningar um auðlind ásókn og kannski auðlinda sóun á tímum sem ættu fremur að einkennast af hófsemi og náttúruvernd.
Flotta fólkið sem tók þátt í þessari fyrstu ferð ársins skemmti sér konunglega en við hlökkum til að endurtaka leikinn og kanna okkar gullfallega land enn betur í ár.