gonguhopur

Gönguhópur Landverndar stofnaður

Stofnaður hefur verið gönguhópur Landverndar. Þetta er liður í að styrkja grasrótarstarf samtakanna. Gönguhópurinn er hugsaður sem óformlegur hópur fólkssem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur, félagsmenn sem og aðrir.

Stofnaður hefur verið gönguhópur Landverndar. Þetta er liður í að styrkja grasrótarstarf samtakanna. Gönguhópurinn er hugsaður sem óformlegur hópur fólks sem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur, félagsmenn sem og aðrir. Ekki er boðið upp á skipulagða leiðsögn í þessum göngum, en allir hvattir til að deila fróðleik sem þeir/þær búa yfir um viðkomandi svæði.

Fyrsta gangan verður í Viðey núna á laugardaginn, 25.febrúar. Við hittumst við Viðeyjarferjuna kl. 13:00 (brottför 13:15) og farið verður tilbaka kl. 16:30 (einnig möguleiki á brottför 15:30 fyrir þá sem eru að flýta sér). Gengið verður um eyjuna og hægt að kaupa sér kaffi og með því í Viðeyjarstofu. Það kostar 1.000,- í ferjuna og 500 fyrir börn. Hvetjum félagsmenn til að mæta.

Áætlun vetrarins og fram á vor er að finna hér að neðan. Nánari upplýsingar um hverja ferð verða á facebooksíðu Landverndar og hér á heimasíðunni þegar nær dregur ferðum.

Þrír sjálfboðaliðar hafa tekið að sér skipulagningu gönguhóps Landverndar. Það eru Auður Alfífa Ketilsdóttir (alfifa@gmail.com), Hafdís Hanna Ægisdóttir (hafdishanna@gmail.com) og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir (jona.g.eyjolfsdottir@reykjavik.is). Ef spurningar vakna má hafa samband við þær.

GÖNGUR VETRARINS (innan sviga er skammstöfun sjálfboðaliða sem sjá um skipulagningu gangnanna):

25. feb, kl. 13:15: VIÐEY (AAK). Hittast við Viðeyjarferjukl. 13.
10. mar, kl. 13: HELGAFELL (JGE). Hittast á bílaplani viðuppgöngu kl. 13.
26. apr: Fella- og Hólahverfi í Reykjavík (GIG). Nánar síðar.
16. maí: Reykjanesskaginn (HHÆ). Nánar síðar.
30. maí: Grensdalur/Reykjadalur (JGE). Nánar síðar.

NÁNAR UM GÖNGUHÓP LANDVERNAR OG FREKARI SKIPULAGNINGU

Meginmarkmiðið með Gönguhópi Landverndar er að skapa skemmtilegan vettvang fyrir fólk sem gjarnan vill fara með öðrum í gönguferðir og þiggja og veita fróðleik eftir föngum. Gönguferðirnar eru ekki skipulagðarsem ítarlegar fræðslugöngur með leiðsögumanni, heldur er hugmyndin fyrst ogfremst að koma sér í skóna og út fyrir hússins dyr í góðum félagsskap. Allir sem ætla sér að mæta í göngu eru hvattir til að deila með öðrum vitneskju semþau hafa um þau svæði sem gengið er á.

Göngurnar eru öllum að kostnaðarlausu, nema fólk þarf sjálftað koma sér á þann stað sem gengið er á. Venjulega verður sameinast í bíla efför er heitið langt. Fólk er hvatt til að nýta sér almenningssamgöngur þar semþví verður við komið til að draga úr umhverfisáhrifum ferðanna. Allir ganga uppá sína eigin ábyrgð

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top