Göngum saman um heiðar í háska

Minnum á skemmtilegan útivistarviðburð í gönguseríunni Heiðar í háska. 

Fimmtudaginn 19. júní klukkan 18:00 göngum við um Sköflung 

Þriðja gangan undir merkjunum “Heiðar í háska” og voru hinar göngurnar fjölmennar og mæltust sérstaklega vel fyrir.  Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir og athugið að gangan er ekki aðeins fyrir félaga í Landvernd. Við hvetjum hins vegar auðvitað þátttakendur til að ganga til liðs við Landvernd auk þess að taka þátt í samstöðugöngu gegn þeim áformum sem uppi eru.

Stöndum saman og sýnum samhug í verki til varnar einstöku útivistarsvæði og heiðarlandi við rætur Hengils í bakgarði stór höfuðborgarsvæðisins og Þingvallasveitar. 

Til að komast á áfangastað skal beygja út af Suðurlandsvegi og Nesjavallavegur ekinn meðfram rörinu. Þrátt fyrir að við gerum ráð fyrir að flestir vilji fara á eigin bílum, væri gott að sameinast í bíla hjá Össuri á Grjóthálsi en þaðan verður farið í síðasta lagi kl.17:15. 

 Mæting og upphaf göngu er kl 18:00 á bílastæði sem er merkt inn á eftirfarandi hlekk 
svo rata megi auðveldlega: 
 https://maps.app.goo.gl/iNgXsaXXVV6nV6Ls9

 

Kíkið á viðburðinn hér fyrir ítarlegri upplýsingar en auðvitað má sjá viðburðinn líka á facebooksíðu landverndar

!!smellið á hlekkinn til að skrá ykkur í þessa skemmtilegu sumarstund með okkur!! Göngum saman um heiðar í háska.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd