Úttektum og afhendingum sem áttu að fara fram í mars og apríl hefur verið frestað fram yfir samkomubann. Við biðjum þá skóla sem eiga eftir að fá úttekt eða afhendingu í þeirri lotu að vera í sambandi við okkur þegar það er afstaðið.
Úttektir í maí og júní eru enn á dagskrá hjá okkur. Þá förum við á Vestfirði og Norðurland auk Suðvesturlands. Ef enn eru lokanir í maí og júní stendur skólum til boða að fá rafræna úttekt. Þá fundum við rafrænt með umhverfisnefnd, fulltrúar nefndarinnar ganga um skólann með snjalltæki og sýna það sem við á og svo spjöllum við rafrænt við bekk eða hóp nemenda sem ekki er í nefndinni. Þetta höfum við gert áður með góðum árangri.
Þeir skólar sem vilja fá úttekt í maí eða júní geta sótt um fyrir 1. maí hér.
Lesa má meira um úttektir og hvað fer fram í þeim hér að neðan.