Grjóthálsganga Landverndar sunnudaginn 11. ágúst

Mundu að skrá þig í Grjóthálsgönguna!

Nú styttist í göngu Landverndar um Grjótháls í Borgarfirði þar sem uppi eru áform um stórfelldar vindorkuvirkjanir. Farið verður á einkabílum og lagt af stað stundvíslega klukkan átta frá bílastæðinu hjá Össuri (sem vill til að líka er á Grjóthálsi).

Spáð er hæglætisveðri og einhverri vætu þegar líður á daginn. Gönguleiðin er 15 km löng og laus við stíga og stikur í hæðóttu landi og er gangan ætluð vönu þúfnagöngufólki.

Vatnsheldir skór eru staðalbúnaður, sem og nesti og viðeigandi skjólgóð og vatnsheld útivistarföt. Lagt er af stað frá Króki og endað á Skarðshömrum.

Fararstjórar og heimamenn sjá um milliskutl til að sækja bíla að lokinni göngu áætlaður göngutími er sex klukkustundir. Fararstjórar eru Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd og Thelma Harðardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð.  

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur! Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar svarar frekari spurningum um gönguna ef einhverjar eru í síma 8961222.

Þegar eru um 60 formlega skráðir í gönguna og margir fleiri afar áhugasamir. Við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst því það einfaldar allan undirbúning – sjá hér að neðan:

Ferðin er ætlum félögum Landverndar. Það tekur enga stund að skrá sig hér: landvernd.is/gerast-felagi/

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd