Guðmundur Steingrímsson

býður sig fram til stjórnar Landverndar

Ef félagar í Landvernd velja mig til stjórnarsetu mun ég leggja mig allan fram um að axla þá ábyrgð af álúð og natni. Næstu ár munu ráða úrslitum um það hvort mannkyninu tekst að snúa af braut loftslagshamfara. Í þeirri baráttu gegna samtök eins og Landvernd lykilhlutverki.

Framlag Íslands til baráttunnar í loftslagsmálum snýst að stórum hluta um landvernd: endurheimt landgæða og gróðurs, vernd líffræðilegs fjölbreytileika og auðgun vistkerfisins. Um þau markmið liggur leið Íslands í átt að kolefnishlutleysi. 

Landvernd þarf áfram að varða þessa leið, afla henni fylgis og benda skýrt og afdráttarlaust á það hvenær unnið er gegn þessum markmiðum, og þar með gegn hagsmunum lífríkisins og komandi kynslóða.  

Ég legg baráttuglaður mín lóð á vogarskálarnar innan Landverndar, sé það vilji meðlima þessara mikilvægu og rótgrónu samtaka. 

 

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd