Hálendi Íslands í alþjóðlegu ljósi

Vatnajökulsþjóðgarður býr yfir ægifegurð. Svínafellsjökull er vinsæll viðkomustaður ferðafólks sem áir í Skaftafelli, landvernd.is
Hálendi Íslands er einstakt á alþjóðlega vísu. Dr. Ives, ráðgjafi í umhverfismálum og sjálfbærri þróun við Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókíó flytur fyrirlestur.

Fyrirlestur Jack D. Ives í boði Landverndar og landafræðiskorar H.Í. í Öskju, Háskóla Íslands, stofa 132, mánudaginn 14. febrúar kl. 16.30.

 

The proposed Vatnajökull National Park, from a natural science point of view, will be unique in the world at large. Nowhere else is there such a combination of dynamic ice cap and outlet glaciers, frequently active subglacial volcanic activity and associated massive outburst floods (jökulhlaup), and scenic mountain grandeur.

Jack D Ives, Ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð, Kirkjubæjarklaustri, september 2000.

Ives hefur víðtæka þekkingu á helstu hálendissvæðum Jarðar og þekkir vel til hálendis Íslands. Í fyrirlestrinum mun hann reyna að skoða íslenska hálendið í samanburði við önnur helstu hálendissvæði Jarðar. Fyrirlesturinn verður á ensku og Ives mun jafnframt sýna myndir sem hann hefur tekið, en hann er afar góður ljósmyndari.

Um Dr. Ives

Dr. Jack D. Ives, Ottawa, Kanada
Ráðgjafi (Senior Advisor) í umhverfismálum og sjálfbærri þróun
við Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókíó.
Rannsóknaprófessor með heiðursnafnbót við Carleton University
í Ottawa í Kanada.

Ives lauk doktorsprófi frá McGill University árið 1956. Ritgerðin fjallaði um rannsóknir á landmótun og jöklum í Öræfum. Þessar rannsóknir urðu upphafið að hálfrar aldar löngu sambandi við Skaftafell, frá árinu 1952 fram til dagsins í dag. Ives er sérstaklega hugstætt sambandið við Ragnar Stefánsson heitinn og fjölskyldu hans og náin kynni af stofnun þjóðgarðsins í Skaftafelli, starfsemi þjóðgarðsins og núverandi umræðu um tillögu að stofnun miklu stærri þjóðgarðs sem kenndur yrði við Vatnajökul. Til viðbótar við fjölmargar heimsóknir í Skaftafell (1952-2003) hefur Ives einnig fengið tækifæri til að skoða mörg önnur svæði á Íslandi. M.a. skoðaði hann Þjórsárver á vegum Landverndar sumarið 2004.

I must emphasize that the Kerlingarfjöll-Hofsjökull-Þjórsárver region, as viewed from a hilltop on the southeast side of the Þjórsá (for example, from Sóleyjarhöfði), is one of the most majestic and inspiring landscapes of the entire world. I would expect that an enlarged nature reserve, to include Kerlingarfjöll, sections of the surrounding desert, and the whole of Hofsjökull, would prove a serious candidate for designation as a World Heritage site.
Jack D. Ives, í Þjórsárverum, 23-30 june 2004.

Ives hefur unnið fyrir UNESCO og Háskóla Sameinuðu þjóðanna og sem ráðgjafi Alþjóðabankans, IUCN, FAO og Aga Khan stofnunina, svo nokkrir aðilar séu nefndir. Hann hefur unnið að rannsóknum, m.a. í Himalajafjöllum, Tíbet, Suðvestur-Kína, Norður-Tælandi, Tadsjikistan, Andesfjöllum og fjallasvæðum í Afríku.

Ives hefur verið ráðgjafi UNESCO/IUCN við mat á svæðum sem tilnefnd hafa verið á Heimsminjaskrá af ríkisstjórnum Indlands, Kína, Tadsjikistan, Suður-Afríku og Íslands (Þingvellir). Einnig hefur hann unnið að rannsóknum í Ungava á Labrador, á Baffineyju, í Klettafjöllum og í Sviss.

Helstu ritverk
1974 (ritstj. ásamt R.G. Barry): Arctic and Alpine Environments, Methuen,
London og New York, 999 bls.

1981 (ritstj.): Geoecology of the Colorado Front Range, Westview Press,
Boulder, 484 bls.

1989 (ásamt B. Messerli): The Himalayan Dilemma: Reconciling development
and conservation, Routledge, London og New York, 295 bls.

1994 (ritstj.) Mountains: Illustrated Library of the Earth, Rodale Press,
Emmaus, Pennsylvania (stórsnið), 160 bls.

1995 (ritstj. ásamt D. Sugden): Polar Regions: Illustrated Library of the
Earth, Readers Digest, Sydney, San Francisco, og London (stórsnið), 160 bls.

1997 (ritstj. ásamt B. Messerli): Mountains of the World: A global priority, Parthenon, London og New York, 495 bls. (einnig gefin úr á
rússnesku, ítölsku, frönsku og spænsku).

2004 Himalayan Perceptions: Environmental change and the well-being of
mountain peoples, Routledge, London og New York (ágúst 2004).

Ritstjóri frá upphafi ársfjórðungslegu vísindatímaritunum Arctic and Alpine Research (1968-1980) og Mountain Research and Development (1981-2000).

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd