Hálendishátíð 2023 – veisla til heiðurs Hálendi Íslands

Við fögnum Hálendi Íslands og dásemdum þess með Hálendishátíð í Iðnó 11. október 2023.
GDRN, Celebs, Lón og Kári koma fram á Hálendishátíð og heiðra Hálendi Íslands. Það gerir líka ljósmyndarinn Chris Burkard, en ljósmyndir hans munu skreyta Iðnó á Hálendishátíð. Miðasala er á tix.is, sjá hlekk í fréttinni.

Annað árið í röð kynnum við Hálendishátíð og lofum veislu með frábærum listamönnum til styrktar og heiðurs Hálendi Íslands. Tónlistarfólkið sem leggur Hálendinu lið er:

  • GDRN
  • Celebs
  • Lón
  • Kári

Iðnó verður skreytt einstökum ljósmyndum Chris Burkard af Hálendi Íslands.

Villi Netó verður kynnir

Ekki missa af einstakri tónlistarveislu! Aðeins 300 miðar í boði.

Húsið opnar klukkan 19:00.

Hálendið er dásamlegt en á í vök að verjast 

Hálendi Íslands er einstök perla á heimsvísu, hvernig sem á það er litið. Við eigum villtustu víðerni í heimi, við eigum gljúfur og gíga, frussandi fossa og við eigum eldhraun, við eigum drynjandi jökulár og við eigum kyrrð, við eigum grjótharða jökla og bullandi hveri, við eigum eyðimerkur og við eigum safaríkar gróðurvinjar á ólíklegustu stöðum.   

Með tónleikunum viljum við vekja athygli á dásemdum Hálendisins – en líka benda á þær ógnir er að því steðja. Við viljum auka skilning og þekkingu á Hálendinu en jafnframt hvetja alla til að standa að baki Landvernd og styðja samtökin í því að vera málsvari náttúrunnar, sem ekki getur varið sig sjálf.  

Við viljum ekki fleiri virkjanir, ekki fleiri uppbyggða vegi, hótel eða háspennulínur á Hálendinu, sem er í raun hjarta landsins.   

Til styrktar Hálendinu 

Hálendishátíðin er styrktartónleikar, þar sem ágóðanum verður varið í baráttu fyrir Hálendi Íslands svo við öll og komandi kynslóðir geti notið dásemda þess.    

Í ósnortinni náttúru gefst færi á einstakri upplifun og gleði. Ef þú hefur ekki upplifað Hálendi Íslands skaltu reima á þig skóna og skella þér þangað við fyrsta tækifæri!  

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd