Hálendisþjóðgarður – ályktun aðalfundar 2024

Sátt virðist meðal almennings og stjórnvalda um nauðsyn þess að friðlýsa víðerni, jökla og einstaka náttúru hálendisins.

Landvernd skorar á stjórnvöld að hefja að nýju vinnu við undirbúning þjóðgarðs eða þjóðgarða á hálendinu. Sátt virðist meðal almennings og stjórnvalda um nauðsyn þess að friðlýsa víðerni, jökla og einstaka náttúru hálendisins. Tækifærið er því núna til að ljúka þeirri vinnu og friðlýsa þau svæði sem við viljum öll vernda.   

Ofangreind ályktun var samþykkt á aðalfundi Landverndar 23. maí 2024. 

Smelltu á myndina til að lesa.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd