Halldór Reynisson

býður sig fram til stjórnar Landverndar

Halldór Reynisson heiti ég og er guðfræðingur og fjölmiðlafræðingur að mennt. Ég er kominn á eftirlaun en hef starfað sem blaða- og fréttamaður, forsetaritari og prestur, auk þess sem ég hef unnið mikið að áfalla- og sorgarmálum. 

Ég hef stundað skógrækt í fjölda ára og um nokkurra ára skeið vann ég við skógrækt og endurheimt votlendis á kirkjujörðum í samvinnu við Skógræktina og Landgræðsluna, auk þess sem ég var ritari Garðyrkjufélagsins í nokkur ár. 

Læt fylgja með grein sem ég skrifaði nýlega á visir.is og lýsir ágætlega viðhorfi mínu til þess sem þarf að gera á vettvangi Landverndar og annars staðar.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd