Handbókin Öndum léttar veitir sveitarfélögum leiðbeiningar um gerð kolefnisbókhalds og aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Hún gagnast því sveitarfélögum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Sveitarfélög geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkað kolefnissporið.
Áhersla er lögð á þrjá geira: orku, samgöngur og úrgang.
Þetta leiðbeiningaritinu er ætlað að styðja við sveitarfélög sem vilja draga úr losun kolefnis.
Í bókinni má lesa um hlutverk Landverndar og sveitarfélaganna (kafli 2), framkvæmd á íbúafundum (kafli 3), uppsetningu á kolefnisbókhaldi (kafli 4), gerð markmiða og aðgerðaáætlunar (kafli 5), samningsgerð sveitarfélaga við Landvernd (kafli 6) og eftirfylgni (kafli 7).
Handbókinni fylgir skráningarkerfi fyrir kolefnisbókhaldið. Kolefnisbókhaldið er nauðsynlegur grundvöllur fyrir markmiðssetningu, gerð aðgerðaáætlunar og eftirfylgni.
Verkefnið og þetta leiðbeiningarit eru byggð á áralöngu starfi Landverndar og Dönsku náttúruverndarsamtakanna (Danmarks Naturfredningsforening; DK) og samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Sveitarfélagið Hornafjörð, sem var fyrsta íslenska sveitarfélagið til að taka þátt í verkefninu og Sveitarfélagið Fljótsdalshérað, sem hóf þátttöku í verkefninu árið 2015.