Aldrei hafa fleiri flaggað Bláfánanum en í ár, en samtals flögguðu níu aðilar. Þetta voru baðstrendurnar Langisandur á Akranesi, Ylströndin í Nauthólsvík og Bláa Lónið og smábátahafnirnar Bíldudalshöfn, Borgarfjarðarhöfn, Grófin í Keflavík, Patrekshöfn á Patreksfirði, Stykkishólmshöfn og Ýmishöfn í Kópavogi. Eftirlit gekk vel en því sinntu meðlimir stýrihóps og starfsmenn Landverndar auk þess sem Erla Björg Aðalsteinsdóttir, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, sinnti eftirliti á tveimur stöðum. Allir staðirnir komust í gegnum eftirlit þó smávægilegra endurbóta hafi verið þörf á sumum stöðum.
Með því að smella á hlekkinn hér að neðan má sjá haustfréttabréf Bláfánans í heild sinni: