Heiðursfélagar Landverndar

Heiðursfélagi

Í 16. gr. laga Landverndar segir að aðalfundur geti kjörið heiðursfélaga samkvæmt tillögu frá stjórn Landverndar. Tillaga um slíkt kjör skal borin fram á aðalfundi og telst hún samþykkt ef 2/3 hlutar fundarmanna greiða henni atkvæði.

Ákvæði þetta hefur margþættan tilgang. Með því kjósa heiðursfélaga eru samtökin að tjá þakklæti fyrir gott, og jafnvel einstakt, framlag einstaklings til að efla skilning og getu til að sinna umhverfisvernd. Um leið er líka verið að draga fram verk viðkomandi, hvað viðkomandi hefur lagt til málanna og sem hugsanlega hefur gleymst í árana rás. Þá þjónar kjörið þeim tilgangi að hvetja heiðursfélaga að halda áfram að sinna umhverfisverndar og deila reynslu sinni og þekkingu þannig að það nýtist í starfsemi Landverndar.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.