Sigrún hefur helgað starfskrafta sína umhverfismálum, ekki síst við að miðla fræðslu til barna og ungmenna, en hún hefur þýtt og staðfært námsefni í umhverfisfræðum. Þá hefur hún einnig skrifað námsefni í náttúru- og umhverfisfræðum, bæði fyrir nemendur og kennara. Sigrún hefur einnig lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að auka skilning almennings á náttúru og umhverfi.
Við afhendingu verðlaunanna fór Sigrún yfir tímann sinn sem verkefnastjóri og grænfánaverkefnið. Hún hafði orð á því að mikilvægt sé að kennarar og nemendur hafi góða þekkingu og djúpan skilning á umhverfinu en eitt það mikilvægasta er að hafa ást á náttúrunni.
Sigrún er vel að heiðursverðlaununum komin og við hjá Skólum á grænni grein erum henni ævinlega þakklát fyrir ást hennar á náttúrunni.