Landvernd tekur þátt í degi íslenskrar náttúru þann 16. september n.k. Samtökin taka höndum saman með Náttúruskóla Reykjavíkur, Landssamtökum hjólreiðamanna, Hjólafærni á Íslandi, Fuglavernd og Framtíðarlandinu, en félögin efna saman til Hjólaævintýris á höfuðborgarsvæðinu. Hjólað verður frá þremur upphafsstöðum á milli vatnavinja þar sem áhugasamir fræðimenn segja frá náttúrufyrirbærum og samspili manns og náttúru. Hjólaævintýrin hefjast kl. 10.30 og þeim lýkur í Elliðaárdalnum kl. 13:45 þar sem Reykjavíkurborg setur Evrópsku samgönguvikuna. Þaðan er haldið í Árbæjarsafn þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra stendur fyrir hátíðardagskrá kl. 14:00 í tilefni Dags íslenskrar náttúru.
Upphafsstaðirnir eru við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, Ástjörn í Hafnarfirði og í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ, en hægt er að slást í för með hjólaævintýrinu á öllum fræðslustöðunum. Hjólaævintýrin henta allri fjölskyldunni. Fulltrúar hjólreiðafélaganna munu leiða hjólalestirnar. Gott er að hafa með sér eigið nesti og í Árbæjarsafninu verður boðið upp á einfaldar kaffiveitingar.
Leiðarlýsingu er að finna hér að neðan og kort af leiðinni er viðhengt.
Hjólaævintýri 1: Bakkatjörn – Árbæjarsafn: 14,6 km
1. Bakkatjörn 10.30 – 10.50
Jón Hallur Jóhannsson og Björk Guðjónsdóttir göngufólk segja frá fuglalífinu við Bakkatjörn og á utanverðu Seltjarnarnesi.
Bakkatjörn í Vatnsmýrina 5,5 km
2. Vatnsmýri/Tjörnin 11.35 – 11.55
Katrín Ragnars starfsmaður Norræna hússins verður með kynningu á endurheimt votlendis í Friðlandinu og breytingar á fuglalífi í kjölfarið.
Vatnsmýrin í Nauthólsvík 2,7 km
3. Nauthólsvík – Böðun og heitt vatn 12.20 – 12.40
óttarr Hrafnkelsson, starfsmaður ÍTR í Nauthólsvík, segir frá baðmenningu Reykvíkinga þá og nú.
Nauthólsvík að Árbæjarstíflu 5,9 km
4. Elliðaárdalur – Árbæjarstífla 13.30 – 13.45
Friðþjófur Árnason á Veiðimálastofnun segir frá lífríki Elliðaánna, áhrifum stíflumannvirkja á vistkerfi ánna og endurheimt búsvæða í ánum.
Stífla að Árbæjarsafni 0,5 km
5. Árbæjarsafn
Hjólaævintýri 2: Álafosskvos – Árbæjarsafn: 14,8 km
1. Álafosskvos 10.30 – 10.50
Magnús Guðmundsson, sagnfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir frá nýtingu heita vatnsins í Álafosskvosinni til ullariðnaðar.
Kvos að Úlfarsá 4,5 km 35 mín
2. Við ósa Úlfarsár 11.25 – 11.45
Þorkell Heiðarsson, sjávarlíffræðingur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður með sjávardýr til sýnis og skoðunar og fræðir þátttakendur um helstu sjávardýr í fjörum á höfuðborgarsvæðinu.
Úlfarsá í Grafarvog 5,8 km 50 mín
3. Grafarvogur 12.35 – 12.55
Sindri Skúlason, fuglaáhugamaður og fuglaljósmyndari segir frá fuglalífi í Grafarvogi.
Grafarvogur að Elliðaárstíflu 4,0 km
4. Elliðaárdalur – Árbæjarstífla 13.30 – 13.45
Friðþjófur Árnason á Veiðimálastofnun segir frá lífríki Elliðaánna, áhrifum stíflumannvirkja á vistkerfi ánna og endurheimt búsvæða í ánum.
Stífla að Árbæjarsafni 0,5 km
5. Árbæjarsafn
Hjólaævintýri 3: Ástjörn – Árbæjarsafn: 14,8 km
1. Ástjörn 10.30 – 10.50
Steinar Björgvinsson frá Fuglavernd verður með kynningu á fuglunum við Ástjörn.
Vegalengd frá Ástjörn að Sjálandsskóla 6,6 km
2. Sjálandsskóli 11.45 – 12.05
Helgi Grímsson skólastjóri í Sjálandsskóla segir frá vatnalífi Vífilsstaðalækjar sem rennur um skólalóðina.
Sjálandsskóli að Kópavogsleiru 2,4 km
3. Kópavogsleira / Þinghóll 12.25 – 12.45
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir frá fjörulífríki og fornri mannvist í Kópavogi.
Kópavogsleira að Árbæjarstíflu 5,3 km.
4. Elliðaárdalur / Árbæjarstífla 13.30 – 13.45
Friðþjófur Árnason á Veiðimálastofnun segir frá lífríki Elliðaánna, áhrifum stíflumannvirkja á vistkerfi ánna og endurheimt búsvæða í ánum.
Stífla að Árbæjarsafni 0,5 km
5. Árbæjarsafn