Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, fóru hringferð um landið í síðustu viku og komu víða við.
Þorgerður og Björg Eva heimsóttu Einar Þorleifsson, náttúrufræðing og stjórnarmann í Landvernd, á Skagaströnd.
Björg Eva og Þorgerður í Leifshúsum.
Fundur með Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi í Leifshúsum. Góð mæting og mikið rætt af áhugaverðum málefnum umhverfis- og náttúruverndar á Íslandi. Við fórum líka yfir drög að nýrri stefnu Landverndar.
Þorkell Lindberg Þórarinsson, hjá Náttúrustofu Norðausturlands, tók á móti okkur á Húsavík og sagði frá þeirra góða starfi.
Húsavík
Landið skartaði sínu fegursta.
Dyrfjöll.
Vor í lofti.
Guðrún Óskarsdóttir, formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands og Guðrún Schmidt, fræðslustjóri og sérfræðingur hjá menntateymi Landverndar á Austurlandi, héldu utan um velheppnað málþing undir yfirskriftinni „Áhrif vindorku á náttúru.“
Spurningar úr sal
Andrés Skúlason, flutti frábært erindi undir yfirskriftinni „Áhrif á umhverfi og samfélag.“
Svo var haldinn fundur með félögum Landverndar og drög að nýrri stefnu Landverndar rædd.
Margt gladdi augað.
Að endingu heimsóttum við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði þar sem selir sóluðu sig á skeri steinsnar frá.
Takk fyrir okkur!