Hvað er Nægjusamur nóvember?

Nóvember er neysluríkasti mánuður ársins með sínum svarta föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra. Nægjusamur nóvember er hvatningarátak Landverndar og Grænfánaskóla.

Guðrún Schmidt
sérfræðingur hjá Landvernd skrifar

Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.

 

Hvað er nægjusemi og hvers vegna er hún mikilvæg? 

Í stuttu máli:

  • Nægjusemi er hugarfarsbreyting sem er ókeypis og skilar strax árangri.
  • Nægjusemi er nauðsynleg, hún er jákvæð og á að vera eitt af leiðarljósum okkar til betri framtíðar.
  • Nægjusemi er áhrifamikil, fljótvirk og ódýr leið til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, ósjálfbæra nýtingu auðlinda og jafnvel ójöfnuð.

Fyrir okkur sem fáum nóg að borða, föt, húsaskjól og búum við heilbrigðisþjónustu og menntunarmöguleika þýðir nægjusemi ekki afturhvarf til fortíðar, að fórna einhverju eða lifa við skort.

Nægjusemi veitir okkur innblástur til þess að einbeita okkur að því sem veitir raunverulega gleði, hamingju og gildi í lífinu. Þannig getum við spurt okkur hvort við höfum raunverulega þörf fyrir hlutina og hættum einfaldlega að kaupa hluti sem við þurfum ekki.

Nægjusemi er nauðsynleg

  • Nægjusemi er ekki það sama og níska. Á árum áður var nægju­semi oft talin til dyggða, nægju­semi er í dag hins vegar oft mis­skilin sem níska. Níska táknar m.a. eig­ingirni, að gefa ekki af sér, að deila ekki, skipta ekki með sér. Nægju­semi er af allt öðrum toga og táknar að vera ánægður með það sem maður hefur og þurfa ekki sífellt meira.
  • Með nægju­semi göngum við minna á nátt­úr­una og á rétt núver­andi og kom­andi kyn­slóða á góðu lifi. Líf okkar í dag sem ein­kenn­ist af ofneyslu og sóun er í raun níska, því við tökum frá fátækara fólki til að auka á eigin lúxus auk þess sem við minnkum lífs­gæði kom­andi kyn­slóða.
  • Nægju­semi ætti að vera sjálf­sagt mál fyrir okkur sem til­heyrum for­rétt­inda­hópi sem fær nóg að borða, föt, húsa­skjól og búum við heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­un­ar­mögu­leika.

Við lifum langt umfram þol­mörk nátt­úr­unnar og köllum þannig yfir okkur lofts­lags­ham­farir og hrun vist­kerfa sem eru lífs­grund­völlur manns­ins. Við ættum ekki að leyfa okkur að lifa á kostnað nátt­úr­unn­ar, kom­andi kyn­slóða og ann­arra landa, þeirra nátt­úru og íbú­um, eins og hinn vest­ræni heimur gerir í dag og hefur lengi gert. Nægju­semi er því sið­ferð­is­leg skylda okkar og for­senda fyrir sjálf­bærri þróun og árangri í lofts­lags­mál­um. Án nægju­semi getum við ekki minnkað vist- og kolefn­is­sporið okkar nægi­lega mikið og var­an­lega.

Nægjusemi er jákvæð

  • Þau sem lifa nægju­sömu lífi fá sjaldan þá til­finn­ingu að þau skorti eitt­hvað. Þau hafa þannig hug­ar­far að vilja ekki eiga meira, hafa ein­fald­lega ekki þannig þarf­ir.
  • Nægju­semi er hugs­un­ar­háttur allsnægta öfugt við neyslu­hyggj­una sem er hugs­un­ar­háttur skorts: nýir mögu­leikar til neyslu eru handan við hornið og því skortir eitt­hvað núna sem vænt­an­leg neysla getur bætt úr tíma­bund­ið.
  • Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og pen­ingar fara í lífs­gæða­kapp­hlaup­ið, þ.e. í eig­ur, auð og álit ann­arra. Þannig er hægt að öðl­ast ýmis­legt dýr­mætt eins og frelsi, frí­tíma og orku til að verja í það sem er mik­il­vægt og veitir ham­ingju t.d. að eyða tíma með fjöl­skyldu og vin­um, hreyfa sig, vera úti í nátt­úr­unni, upp­lifa, gefa af sér, vera skap­andi og fram­kvæma jafn­vel eitt­hvað sem stuðlar að vel­ferð mann­kyns og Jarð­ar­inn­ar.
  • Nægju­semi er ákveðið form af virð­ingu og af núvit­und. Nægju­samur ein­stak­lingur finnur að styrkur og ham­ingja kemur innan frá en ekki frá hlutum eða eign­ar­haldi.
  • Nægju­semi vinnur á móti óánægju. Án nægju­semi erum við eirð­ar­laus, aldrei sátt við það sem við höfum áork­að, við viljum sífellt meira, komumst aldrei á leið­ar­enda og áttum okkur ekki á raun­veru­legum auði okk­ar. Án nægju­semi verðum við fangar ytri við­miða og þörfn­umst stöðugt ein­hvers sem við vitum samt ekki alveg hvað er. Jafn­vel þótt við náum ákveðnu mark­miði, þá fáum við aldrei nóg og erum föst í lífs­gæða­kapp­hlaup­in­u.

Látum ekki öfl­uga mark­aðs­setn­ingu segja okkur um hvað við þurf­um. Með nægju­semi getum við verið meira við sjálf og fylgt eigin draumum og vænt­ing­um. Lífs­ham­ingjan byggir m.a. á hug­ar­fari okkar sem verður ekki keypt. Nægju­semi er eft­ir­sókn­ar­verð og stuðlar að frelsi, ánægju, þakk­læti, ham­ingju og til­finn­ingu um að eiga og vera nóg.

Ham­ingjan snýst ekki um það að fá allt sem þú vilt heldur snýst það um að njóta þess sem þú hef­ur.

Nægjusemi er auðveld

Það er ein­falt að til­einka sér nægju­semi og hér eru nokkur ráð:

  • Leggjum áherslu á það sem við höfum en ekki á það sem vantar eða því sem okkur er talið trú um að okkur vanti. Forð­umst aug­lýs­ingar sem vekja oft hjá manni nýjar þarf­ir.
  • Temjum okkur þakk­læti og virð­ingu fyrir því sem við höf­um.
  • Hættum að bera okkur saman við aðra, ein­beitum okkur að því lífi sem við viljum lifa og sækj­umst eft­ir.
  • Njótum lífs­ins núna og eyðum ekki orku í að hugsa um að allt verði betra þegar við náum að eign­ast ákveðna hluti í fram­tíð­inni. Með nægju­semi setur maður sér mark­mið sem tengj­ast fram­förum á and­legum sviðum en ekki efn­is­leg­um.

Skil­grein­ing á nægju­semi getur verið mis­jöfn t.d. út frá efna­hag, búsetu, lífs­stíl og fleira. Það sem sumum finnst vera nægju­semi getur verið lúxus hjá öðr­um. Mik­il­vægt er að hver og einn finni sinn takt og áhersl­ur, með það að mark­miði að draga úr neyslu sinni og þannig stór­minnka álag á nátt­úr­una og annað fólk.

Nægjusemi er valdeflandi

  • Nægju­semi er eitt af því öfl­ug­asta sem við sem ein­stak­lingar getum gert. Ein­stak­lings­að­gerðir verða samt aldrei nægi­legar einar og sér til að afstýra verstu sviðs­myndum lofts­lags­ham­fara. Stjórn­völd verða að breyta hag­kerf­inu, fram­leiðslu- og við­skipta­háttum og setja ýmis lög og regl­ur.
  • Við getum krafist aðgerða.  Okkar vest­ræna sam­fé­lag og hag­kerfi bygg­ist að hluta til á þeirri hug­mynd að vel­ferð og ham­ingja komi með auknum kaup­mætti og auk­inni neyslu. Leiðir almenn­ings til þess að brjóta upp sístækk­andi tíma­sprengju um fram­boð og eft­ir­spurn er m.a. að: stór­minnka eft­ir­spurn­ina, pressa á stjórn­völd að setja lög og reglur um fram­leiðslu- og við­skipta­hætti og þrýsta á nauðsynlegar breytingar á hag­kerf­inu.

Látum utan­að­kom­andi öfl ekki hafa áhrif á þarfir okkar og ósk­ir. Við viljum nægju­samt líf, en ekki vera strengja­brúður núver­andi hag­kerf­is. Byrjum strax núna í nóv­em­ber og höldum ótrauð áfram á þeirri braut.

 Sönn ham­ingja felst í nægju­sem­i. – Jo­hann Wolf­gang von Goethe

Leikir og hugvekjur

jörðin sem jólakúla

Öðruvísi jólaóskir

Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir ...
Opna verkefni

Áhrif markaðssetningar

Þetta verkefni opnar augu þátttakenda fyrir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir dags daglega frá markaðssetningu og auglýsingum. Verkefni fyrir 14-100 ára
Opna verkefni

Nægjusamur nóvember – dagatal

Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og pen­ingar fara í lífs­gæða­kapp­hlaup­ið, þ.e. í eig­ur, auð og álit ann­arra. Þannig er hægt ...
Opna verkefni
fólk að spjalla saman

Lífsgildin okkar

Þetta er stutt verkefni sem vekur okkur til umhugsunar og hvetur til umræðna um þau lífsgildi sem hver og einn vill að standa fyrir og ...
Opna verkefni

Hamingja og neysla

Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt ...
Opna verkefni
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ...
Opna verkefni
hröð tíska fullt af fötum á fataslá

Hröð og hæg tíska

Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En ...
Opna verkefni
júlakúla með mynd af jörðinni, landvernd.is

Hvernig eru græn jól?

Nemendur velta því fyrir sér hvernig við getum unnið með neysluþríhyrninginn í tengslum við jólahátíðina og stuðlað að grænum umhverfisvænum jólum. Verkefnið hentar nemendum á ...
Opna verkefni
Margir hlutir í hillu í geymslu. Svarthvít mynd. Hugleiðingar um hluti er verkefni frá Skólum á grænni grein

Hugleiðingar um hluti

Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir ...
Opna verkefni
Maður stendur á strönd við sólsetur. Hvert er þitt vistspor?

Hvað þyrftum við margar jarðir ef allir væru eins og þú? Reiknaðu þitt vistspor?

Hversu margar jarðir kallar lífsstíll þinn á? Hve margar jarðir þyrftum við ef allir væru eins og þú? Kynntu þér málið og reiknaðu út þitt ...
Opna verkefni
Tískusóun bitnar á umhverfinu og samfélögum fólks, landvernd.is

Tískusóun bitnar á fólki og umhverfi

Hvað er eiginlega tískusóun? Jú það er einmitt þetta, að kaupa trekk í trekk föt og aðrar tískuvörur sem maður notar sjaldan eða aldrei. Fötin ...
Opna verkefni

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd