Hvað fær stóriðja á Íslandi mikinn afslátt?

Fjárhagslegur ábati af raforkusölu á Íslandi er sá fjórði lakasti í víðri veröld.
Það vekur furðu að afsláttur af raforkusölu til stóriðju á Íslandi skuli vera svo ríflegur að fjárhagslegur ábati af raforkusölunni í heild skuli vera sá fjórði lakasti í víðri veröld.

Heildartekjur Landsvirkjunar af orkusölu árið 2020 voru tæpir 48 milljarðar, eins og fram kemur í ársreikningi Landsvirkjunar frá 2021.

Þar kemur einnig fram að verð til stórnotenda árið 2020 var 21,1 USD/MWst og verð til annarra er 5,3 ISK/KWst. Af hverju þetta er gefið upp í mismunandi einingum er mjög sérstakt en látum það liggja á milli hluta. 

Niðurstaðan er sú að verð til annarra en stóriðju er 86% hærra en til stórnotenda. Miðað er við gengi USD gagnvart krónu árið 2020 135 ISK/USD er verðið til annarra en stóriðju 39 USD/MWst.

Í gjaldskrá Landsnets má lesa eftirfarandi:

Landsnet

Dreifiveitur

Stórnotendur 

Álag á verð til almennra notenda

Afhendingargjald (ISK)

                      6.584.826

                    6.499.386

1,3%

Aflgjald kr/ársMW (ISK)

                      6.760.830

                    3.786.030

78,6%

Orkugjald ISK/MWst. (ISK)

                                  490

                                192

155,2%

Í ársreikningnum sést jafnframt að aflgjald er 80% hærra til dreifiveitna (almennra notenda) og orkugjald er 160% hærra en til stórnotenda. Miðað við raforkunotkun skv. tölum Orkustofnunar var sala til stórnotenda 78% allrar orkusölu og sala til annarra 18%. Restin er tap í flutningskerfinu.

Það þýðir að gróflega áætlaðar tekjur (án afhendingargjalds) gætu litið svona út:

Tekjur án afhendingargjalds

Frá dreifiveitum

Frá stórnotendum

samt.

Raforkuverð (ISK)

            17.943.976.800

         41.954.303.160

   59.898.279.960

Aflgjald (ISK)

              2.612.995.965

            6.365.613.016

     8.978.608.981

Orkugjald (ISK/MWst)

              1.658.971.440

            2.827.883.520

     4.486.854.960

Tekjur samtals

            22.215.944.205

         51147.799.696

   73.363.743.901

Hlutfall heildartekna 

                               30%

                               70%

 

Tekjur af raforkusölu til almennra notenda eru því gróft áætlaðar 30% (án tekna dreifiveitna og án afhendingargjalds) af öllum tekjum vegna sölu Landsnets og raforkuframleiðenda. Á sama tíma nota almennu notendurnir aðeins 18% orkunnar.

Ef stórnotendur greiddu sama gjald og almennir notendur en slyppu samt sem áður við gjald dreifiveitna yrði niðurstaðan:

Raforkuverð (ISK/MWst)

         101.378.400.000

Aflgjald (ISK/MWst umreiknað)

            14.762.689.068

Orkugjald (ISK/MWst)

              9.372.720.000

Tekjur samtals

         125.513.809.068

Samkvæmt ofangreindu yrðu tekjur af raforkusölu 52 milljörðum hærri en hinar mjög gróflega áætluðu tekjur upp á 73 milljarða.

Niðurstaðan byggir á þeim upplýsingum sem almenningur hefur aðgang að en óskandi væri að samningar um raforkusölu, þar sem auðlindir Íslands eru nýttar, væru aðgengilegar almenningi. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd