Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni?

Umhverfis- og loftslagsmál eru með mikilvægustu málefnum samtímans, en þrátt fyrir það virðast þau ekki í forgangi hjá flokkum í framboði. Við bjóðum frambjóðendum í pallborð og spyrjum þau mikilvægra spurninga um náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál!

Þrátt fyrir að umhverfis- og loftslagsmálin séu með stærstu og mikilvægustu málefnum sem ný ríkisstjórn mun þurfa að takast á við, virðast þau ekki vera í forgangi í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir. 

Þess vegna bjóða Landvernd, Ungir umhverfissinnar, auk fleiri náttúruverndarsamtaka, formönnum flokkanna til sín að ræða stefnur flokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum.

Verndun loftslags og náttúru eru mikilvægustu málefni samtímans, við eigum allt okkar undir heilbrigðum hringrásarkerfum jarðarinnar. Loftslagsbreytingar og hnignun vistkerfa hafa þegar mikil áhrif á líf okkar allra! Ef ekkert verður aðhafst eigum við von á fordæmalausum breytingum á lífsskilyrðum okkar vegna hlýnunar jarðar.

Fulltrúar flokkanna taka þátt í pallborði og ræða stefnur sínar og Ungir Umhverfissinnar mæta með einkunnagjöf Sólarinnar, þar sem gefin eru stig fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka. Stigagjöfin sýnir styrkleika og veikleika og stöðu flokkanna.

Fundurinn fer fram laugardaginn 23. nóvember, kl. 14:00 í sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8.

Fundinum verður streymt fyrir þau sem ekki komast á staðinn. Horfa hér

 

Tíu flokkar hafa staðfest fulltrúa fyrir sína hönd:

– Sjálfstæðisflokkur: Guðlaugur Þór Þórðarson

– Vinstri græn: Svandís Svavarsdóttir

– Viðreisn: Aðalsteinn Leifsson

– Píratar: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

– Sósíalistaflokkurinn: Karl Héðinn Kristjánsson

– Framsókn: Halla Hrund Logadóttir

– Miðflokkurinn: Bergþór Ólason

– Samfylkingin: Þórunn Sveinbjarnardóttir

– Lýðræðisflokkurinn: Arnar Þór Jónsson

– Flokkur fólksins: Björn Þorláksson

///

Dagskrá fundar:

Ljóti kór, söngur.

Kynning. Guðmundur Steingrímsson, formaður Landverndar, stýrir.

Pallborð með frambjóðendum. Með umræðustjórn fara Stefán Jón Hafstein og Björg Eva Erlendsdóttir.

Sólin. Snorri Hallgrímsson, forseti Ungra umhverfissinna, afhendir flokkunum Sólarstig.

Verum málsvarar náttúrunnar og fjölmennum á fundinn! 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd