Hvatakerfi fyrir bændur

Mikilvægt að draga úr neyslu

Landvernd vill nota tækifærið og benda á að kjötneysla á Íslandi er nú allt of mikil eigi umhverfis- og lýðheilsumarkmið að nást. Þá taka samtökin undir mikilvægi endurheimtar votlendis, illa farins mólendis og skógræktar sem fram koma í greinagerð.

Samtökin vilja þó árétta að fara verður varlega í skógrækt með erlendum tegundum sem geta orðið ágengar og mikilvægt að stjórnvöld meti hvort ekki sé ástæða til að gæta sérstakrar varúðar við notkun stafafuru og stikagrenis í skógrækt eins og Landvernd hefur kallað eftir.

 

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd