Landvernd og Starfsmennt standa saman fyrir námskeiði sem snýr að valdeflingu almennings í umhverfismálum.
Námskeiðið fer fram rafrænt fimmtudaginn 7. október kl. 14-16.
Það er mikilvægt að við séum öll með á nótunum um ástand heimsins og hvaða möguleika einstaklingar hafa til að hafa áhrif. Fjallað verður um mikilvæg mál sem varða okkur öll svo sem sjálfbæra þróun, Heimsmarkmiðin og loftslagsmálin.
Á námskeiðinu verður góð blanda fyrirlestra, hópverkefna og leikja og verður varpað ljósi á þau tækifæri sem hver og einn hefur til að vera ábyrgur og framsýnn borgari.
Þátttakenndur munu í lok námskeiðsins búa til sinn eigin markmiða- og aðgerðalista um þau skref sem hann/hún vill taka til að minnka sitt vist- og kolefnisspor með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Markmið
- Að skilja hugtökin sjálfbær þróun, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, vistspor og kolefnisspor.
- Að skilja og vera meðvituð um ástæður og afleiðingar loftlagsbreytinga.
- Að efla áhuga og vilja til að minnka eigið vist- og kolefnisspor.
- Að búa til eigin aðgerðalista til að minnka vist- og kolefnisspor.
- Að efla samvinnu og samfélagsanda með sjálfbærni að leiðarljósi.
- Að efla getu til aðgerða.
Fyrirkomulag
Námskeiðið fer fram á netinu og samanstendur af erindum, samtali, skemmtilegum leikjum ásamt hóp- og einstaklingsverkefnum.
Námskeiðið er samvinnuverkefni Landverndar og Starfsmenntar, hægt er að skrá sig hjá Starfsmennt.