Landvernd telur áformin um samræmingu áætlana jákvæð og nauðsynleg og vill koma á framfæri þökkum til innviðaráðuneytisins vegna þessa frumkvæðis. Við gerð opinberra áætlana er nauðsynlegt að almenningur hafi greiða aðkomu og Landvernd vill brýna það fyrir ráðuneytinu að sjá til þess að almenningur og samtök hans verði vel upplýst og ríkt samráð verði í heiðri haft. Þá er einnig nauðsynlegt að hlusta vel á áhyggjur og athugasemdir almennings sem fram koma í umsögnum og aðlaga áætlanirnar í samræmi við þær.
Því miður byrjar ferlið ekki vel með tilliti til öflugs samráðs. Áform um lagasetninguna eru eingöngu opin til umsagnar á tímabilinu 18. júlí til 2. ágúst, á þeim tíma sem stór hluti íslensk samfélags er í sumarleyfi. Þetta bendir því miður ekki til þess að ráðuneytið ætli sér að setja athugasemdir frá almenningi í forgang og Landvernd hvetur ráðuneytið tilþess að auglýsa áformin aftur með fresti sem nær hið minnsta til 16. ágúst.
Sjá nánar umsögn