Á heimasíðu Smyril-line mátti finna eftirfarandi texta:
,,ICELAND – The Island of Fire and Ice
Unique experiences await you in Iceland. Iceland is an Eldorado
for off-roaders, and also has much to offer those interested in
riding, hiking or fishing. Untamed nature, glaciers volcanos and
hot springs. The Island of Fire and Ice”. Take your off-roader and
find out what challenges await you inland, or take your family car
and explore the whole island by following the coastal road.”
Akstur utan vega á sandi getur skaðað gróður og haft neikvæð áhrif á ásýnd landsins, eins og sjá má á myndinni
Í bréfi Landverndar er fyrirtækið Smyril-line minnt á að akstur utan vega veldur skaða á gróðri og spillir ásýnd lands. Þá segir að utanvegaakstur sé viðvarandi vandi á Íslandi og mikilvægt að allir ábyrgir aðilir taki höndum saman til að takmarka hann. Ekki síst er mikilvægt að aðilar í ferðaþjónustu upplýsi viðskiptavini sýna um þetta mál.
Í bréfi Landverndar er vístað í náttúruverndarlögum (1999 nr. 44) þar sem segir:
17. gr. Akstur utan vega.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.
Umhverfisráðherra kveður, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],1) í reglugerð2) á um aðrar undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr., m.a. vegna starfa manna við landbúnað, landmælingar, línu- og vegalagnir og rannsóknir. Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar],1) takmarkað eða bannað akstur á jöklum og á snjó þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð. ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 76. gr.
Í bréfinu óskar Landvernd eftir því að Smyril-line breyti upplýsingum á heimasíðu sinn um akstur utan vega á Íslandi og minni væntanlega viðskiptavini sína á að utanvegaakstur er ekki heimill, sbr. 17. gr. náttúruverndarlaga.