Verkefni Landverndar Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum hlaut 250 þúsunda króna styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans nú fyrir helgi. Jón S. ólafsson stjórnarmaður í Landvernd veitti styrknum móttöku. Alls voru veittir 14 styrkir, en Landvernd hlaut einnig styrk úr sjóðnum í desember sl. Lesa má meira um jarðhitaverkefni Landverndar hér á heimasíðunni.
“