Um 200 manns sóttu fund um Þjórsárver sem haldinn var í Norræna húsinu í dag.
Þjórsárver eru óumdeilanlega eitt verðmætasta svæðið á hálendi Íslands og fjölmennur fundur sem haldinn var í Norræna húsinu í dag telur það eitt brýnasta verkefnið í náttúrvernd á Íslandi að stækka verndarsvæðið þannig að það falli að náttúrulegum mörkum veranna.