Landvernd ásamt fleiri aðilum kæra útgáfu byggingarleyfis fyrir mannvirki til hýsingar fjarskiptabúnaðar og mastra til útsendinga á Úlfarsfelli.
Kært er byggingarleyfi í Úlfarsárlandi 1233800 gefið út af Reykjavíkurborg til Fjarskipta ehf þann 22.maí 2012 og varðar tækjaskýli úr timbri klætt stáli og tveimur tréstaurum (10 m háir) til fjarskiptareksturs á hæsta toppi Úlfarsfells í landi Reykjavíkur. Farið er fram á að byggingarleyfið verði fellt úr gildi, að mannvirki sem byggð eru á grundvelli þess verði fjarlægð af Úlfarsfelli ásamt öllu raski sem fylgir mannvirkjunum og tengdum framkvæmdum svo sem ljósleiðara og rafstreng.
Farið fram á stöðvun byggingarframkvæmda nú þegar.
Farið er fram á að úrskurðarnefnd leggi í samræmi við 10.gr. stjórnsýslulaga mat á lögmæti útgáfu byggingarleyfisins og úrskurði þar um.