Komdu á Náttúruverndarþing um helgina!

Náttúruverndarhreyfingin efnir til Náttúruverndarþings á Nauthóli í Reykjavík laugardaginn 19. mars næstkomandi.

Náttúruverndarhreyfingin efnir til Náttúruverndarþings á Nauthóli í Reykjavík laugardaginn 19. mars næstkomandi þar sem rætt verður um umdeildar virkjanahugmyndir, Rammáætlun, hálendisþjóðgarð og sigra náttúruverndarfólks í Noregi, auk þess sem viðurkenningar verða veittar fyrir markvert framlag til náttúruverndarbaráttu.

Kjell Derås, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Noregs, flytur erindi um sögulegan sigur sem náttúruverndarfólk vann fyrir Hæstarétti Noregs og fjallaði um vindorkuver í landi Sama í Norður-Noregi.

Þrjú stutt erindi verða flutt um umdeildar virkjanatillögur í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi, Þjórsá og á Hraunasvæðinu á Austurlandi. Þá verður efnt til sérstakrar umræðu um Rammaáætlun, starf félagasamtaka og hálendisþjóðgarð.

Eftir hádegi fjallar Helena W. Óladóttir um Kvennasiglinguna og Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, fjallar um viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustunnar til virkjana og virkjanahugmynda.

Þingið er opið öllum og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá

kl. 10:00. Setning. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.

kl. 10:10. Sögulegur sigur í náttúruvernd í Hæstarétti Noregs – ólöglegt vindorkuver í landi Sama í Norður-Noregi.
Kjell Derås, í stjórn Náttúruverndarsamtaka Noregs. (erindið verður á ensku eða mögulega á norsku)

kl. 10:30-11:15.
– Hálendi í hættu, Andrés Skúlason, NAUST
– Hnútuvirkjun í Hverfisfljóti. Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi, Ingibjörg Eiríksdóttir.
– Hvammsvirkjun í Þjórsá, Sól á Suðurlandi, Sigþrúður Jónsdóttir.

kl. 11:15. Umræðuhópar

1. Framtíð rammaáætlunar. Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur.

2. Hvernig höfum við áhrif – réttindi og skyldur félagasamtaka. Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður ÓFEIGAR náttúruverndar og Gunnlaugur Friðriksson, landeigandi og stjórnarmaður í SUNN.

3. Hálendisþjóðgarður – hvert stefnum við? Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.

kl. 12:00. Afhending Náttúruverndarans. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna afhendir.

kl. 12:15. Hádegismatur.

kl. 13:00. Kira Kira. Tónlistaratriði.

kl. 13:20. “Kvennasiglingu 2021” umhverfis landið. Helena W. Óladóttir.

kl. 13:40. Viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustunnar til virkjana og virkjanahugmynda. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor við HÍ.

kl. 14:00. Kynning á niðurstöðum umræðuhópa og opin umræða.

kl. 15:00 Ályktun/ályktanir þingsins afgreidd/ar.

kl. 15:30 Þingi slitið.

Skemmtun eftir formlega dagskrá

kl. 15:45 -16:30. Leiðsögn um vernduð svæði í Fossvoginum.

kl. 20:00. Náttúruverndarskemmtun. Páll Ásgeir Ásgeirsson skemmtanastjóri. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sér um Náttúruverndar-quiz.

Verið hjartanlega velkomin á viðburðinn!

Ókeypis aðgangur, en verð fyrir hádegismat verður kynnt síðar.

Fundarstjóri verður Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri Lifum betur, Í boði náttúrunnar.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd