Kristinn Haukur Skarphéðinsson, f. 18.02.1956 d. 16.11.20224 – Minningarorð

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur.
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur, er látinn eftir skamvinn veikindi. Kristinn hafði mikinn áhuga á náttúruvernd og þá sérstaklega fuglavernd, en hann var einn helsti sérfræðingur Íslands í haferninum. Landverndar vottar fjölskyldu Kristins dýpstu samúð og þakkar um leið ánægjulega samfygld í gegnum árin.

Krist­inn Hauk­ur Skarp­héðins­son dýra­vist­fræðing­ur er látinn eftir skamm­vinn veik­indi. Hann starfaði hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands í meira en 30 ár og hóf ferlinn  und­ir leiðsögn dr. Finns Guðmunds­son­ar fugla­fræðings.

Kjör­svið Krist­ins Hauks var ís­lenski haförn­inn. Rann­sókn­ir hans á lífs­hátt­um og búsvæðum arn­ar­ins um áratuga skeið skipuðu hon­um í fremstu röð þeirra er fjölluðu um vöxt og viðgang arn­ar­stofns­ins á alþjóðavett­vangi. Eft­ir Krist­in Hauk ligg­ur fjöldi ritrýndra greina og bók­arkafla um fugla­fræði og nátt­úru­fræðileg mál­efni. Jafn­framt vís­inda­störf­um sín­um lagði hann ríka áherslu á að miðla þekk­ingu á skýr­an og ein­fald­an hátt og vekja áhuga fólks á fjöl­breytni og mik­il­vægi ís­lenskr­ar nátt­úru, einkum þó fugla.

Kristinn Haukur hafði mikinn áhuga á náttúruvernd, sérstaklega fuglaverndarmálum og kom mikið að þeim á árum áður, þegar Landvernd og Fuglaverndarfélagið deildu skrifstofu í góðu samstarfi Kristinn var þekkti nánast hvern stafkrók um sögu og fuglafánu Íslands, allt frá fyrstu höfundum á miðöldum. Hann rannsakaði hvað mest útbreiðslu fugla á Íslandi, en var sérfróður, ekki aðeins um erni heldur einnig hrafna. Kristinn Haukur var því okkar öflugasti sérfræðingur til  varnar lífríki og fuglum í tengslum við áform um vindorkugarða á viðkvæmum svæðum síðustu árin og hann var ávallt reiðubúinn að gefa sér tíma, fræða og veita hinum ýmsu félagasamtökum í náttúruvernd gagnlegar upplýsingar.

Landvernd hefur því sannarlega notið frábærrar leiðsagnar og fræðslu Kristins Hauks Skarphéðinssonar á liðnum árum. 
Missirinn er mikill en náttúruverndin mun búa vel og lengi að þeirri arfleifð sem Kristinn lætur eftir sig og mun áfram nýtast komandi kynslóðum.

Landvernd vottar fjölskyldu Kristins Hauks dýpstu samúð og þakkar ánægjulega og árangursríka samfylgd gegnum árin.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd