Kynning á frambjóðendum til stjórnar Landverndar 2011

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Nú í aðdraganda aðalfundar hefur uppstillingarnefnd Landverndar borist framboð frá nokkrum einstaklingum, bæði til stjórnar og formennsku. Tveir eru í framboði til formanns Landverndar á komandi aðalfundi, þeir Björgólfur Thorsteinsson núverandi formaður og Guðmundur Hörður Guðmundsson.

Nú í aðdraganda aðalfundar hefur uppstillingarnefnd Landverndar borist framboð frá nokkrum einstaklingum, bæði til stjórnar og formennsku. Tveir eru í framboði til formanns Landverndar á komandi aðalfundi, þeir Björgólfur Thorsteinsson núverandi formaður og Guðmundur Hörður Guðmundsson. Af núverandi stjórnarmönnum sem eru í kjöri gefa þau Jón S. ólafsson og Hrefna Sigurjónsdóttir kost á sér áfram. Fjórir einstaklingar eru auk þeirra í framboði til stjórnar:
Einar Bergmundur Arnbjörnsson
Helena óladóttir
Anna Gunnhildur Sverrisdóttir
Helga Ögmundardóttir
Kynningar á frambjóðendum verða birtar á heimasíðu eftir því sem þær berast.

Kynning á framboði Guðmundar Harðar Guðmundssonar til formanns Landverndar

GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON, umhverfisfræðingur og fyrrverandi upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins, hefur boðið sig fram til formanns Landverndar. Fram kemur í yfirlýsingu frá Guðmundi að á næstu misserum muni reyna mjög á krafta umhverfisverndarhreyfinga í landinu og hann vilji taka virkan þátt í þeirri baráttu. Nefnir hann sem dæmi að stefnt sé að samþykkt Rammaáætlunar á Alþingi næsta haust, unnið sé að breytingum á náttúruverndarlögum og að efnahagskreppa og verðhækkun á orku og matvælum hafi leitt til aukinnar ásóknar í auðlindir. Guðmundur var einn af stofnendum Félags umhverfisfræðinga á Íslandi og hefur meðal annars verið formaður félagsins. Hann hefur kennt umhverfisstjórnmál við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.

Sjá nánar um Guðmund Hörð

Kynning á framboði Helgu Ögmundardóttur til setu í stjórn Landverndar

HELGA ÖGMUNDARDóTTIR er 46 ára mannfræðingur sem nú ver doktorsritgerð sína við Uppsalaháskóla. Í henni notar Helga eigindlegar aðferðir, viðtöl og þátttökuathuganir, til að lýsa og greina viðhorf þeirra heimamanna í Gnúpverjahreppi sem hafa lagst gegn virkjun á afrétti sínum sunnan Hofsjökuls, þ.e. í Þjórsárverum. Aðrar rannsóknir Helgu hafa m.a. tengst nýtingu sjávar í N-Atlantshafi, áhrifum kvótakerfis á byggðarlög, viðhorfum almennings til vistvænna bifreiða og sögu og nýtingar afrétta á Íslandi. Hún starfaði áður við garðyrkju og hefur kennt umhverfistengd námskeið við Háskóla Íslands.

Sjá nánar um Helgu Ögmundardóttur

Kynning á framboði Einars Bergmundar til stjórnar Landverndar

Einar Bergmundur Arnbjörnsson er menntaðar tölvunarfræðingur og heimildarljósmyndari en hefur á undanförum árum starfað við þróun vefsins Náttúran.is. Áherslur Einars Bergmundar í stjórn Landverndar munu verða efling félagsstarfsins, almennar umræður og sýnaleiki félagsins útávið.

Sjá nánar um Einar Bergmund

Nánar á Náttúran.is

Kynning á framboði Helenu óladóttur til stjórnar Landverndar

HELENA óLADóTTIR er menntaður umhverfisfræðingur og starfar hún sem verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur. Helena hefur víðtæka þekkingu á málefnum umhverfisfræðslu og sjálfbærrar þróunar sem nýst gæti Landvernd afar vel í ljósi þeirrar áherslu sem samtökin leggja á ofangreind málefni.

Sjá nánar um Helenu

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top